Hvað gerum við?

Sala og verðmat fasteigna
Við seljum og verðmetum allar tegundir fasteigna í samvinnu með reynslumiklum fasteignasölum.  Í gegnum söluferlið er tryggt að eignin þín fær fyrsta flokks þjónustu. Við hjálpum þér að selja vel.

Nýbyggingar og heildsala fasteigna
Hvort sem um er að ræða smásölu á nýbyggingum eða heildsölu á fjölbýlishúsum, þá er Fastco rétta valið. Gegnum víðtækt tengslanet samstarfsaðila þá hjálpum við verktökum og byggingaaðilum að heildselja beint til fjárfesta eða leigufélaga og höfum áframhaldandi milligöngu um sölu í framhaldi.

Fjármögnun
Við getum haft milligöngu um fjármögnun á fasteignakaupum/verkefnum, í gegnum samstarfsaðila okkar

Lóðir, lönd og jarðir
Við erum sérfræðingar í lóðasölu og nýtingamöguleikum byggingalóða. Einnig vinnum við í samstarfi við skipulagsfræðinga þegar kemur að því að deiliskipuleggja nýtt byggingaland. Við erum einnig með sambönd við fjárfesta sem eru áhugasamir um stærri fasteignaverkefni, hvar sem er á landinu.

Af hverju Fastco?
Sölunet okkar er stórt en umgjörðin einföld og virkar vel. Fjöldi ánægðra viðskiptavina og frábærar viðtökur er staðfesting á því að þjónusta Fastco virkar vel. 

Hafðu samband og setjum ferlið af stað.